Íbúafundur - Heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis 2005-2017

skrifað 19. apr 2016
byrjar 26. apr 2016
 

Almennur íbúafundur verður haldinn í Grunnskólanum í Hveragerði þriðjudaginn 26. apríl nk. kl. 20:00-22:00.

Fundarefni er heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis 2005-2017.

Dagskrá:

1. Fundarsetning: Formaður skipulagsnefndar setur fundinn.

2. Landnotkun: Landslagsarkitektar, Landform ehf. kynna hugmyndir og tillögur um landnotkun í Hveragerði til ársins 2029.

3. Samgöngur: Umferðarverkfræðingar, Verkís ehf. kynna tillögur að bættum samgöngum og auknu umferðaröryggi í Hveragerði.

4. Fyrirspurnir úr sal.

Lýsing á skipulagsverkefninu var kynnt á almennum íbúafundi í nóvember sl., auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga og samþykkt í bæjarstjórn 11. febrúar sl. Í lýsingunni er að finna áherslur bæjarstjórnar við endurskoðunina.

Hveragerðisbær hefur gert ráðgjafarsamninga við Landform ehf. um skipulagsráðgjöf við heildarendurskoðunina og við Verkís ehf. um skipulag samgangna.

Bent er á að hér er um mikilvægan fund að ræða sem varðar málefni sem við öll eigum að láta okkur varða, því er brýnt að sem flestir mæti.

Skipulagsfulltrúi.