Sumarstörf 2019

Sumarstörf hjá Hveragerðisbæ 2019

skrifað 19. mar 2019
byrjar 30. apr 2019
 

Ævintýranámskeið - leiðbeinendur

Starfsmenn óskast á námskeið 5 og 6 ára barna og 7 - 11 ára barna. Námskeiðin eru aldursskipt og eru verkefnastjórar yfir hvorum hópi. Mikilvægt að starfsmenn hafi áhuga á að starfa með börnum og vilji takast á við fjölbreytt verkefni eins og útiveru, listsköpun, hreyfingu og sjálfsstyrkingu. Þekking eða reynsla af starfi með börnum er kostur. Æskilegur aldur 18 ára og eldri.

Nánari upplýsingar veitir Steinunn Steinþórsdóttir, forstöðumaður Bungubrekku, steinunn@hveragerdi.is


Vinnuskóli Hveragerðisbæjar - yfirflokksstjóri - flokksstjórar.

  Óskað er eftir starfsmanni í starf yfirflokksstjóra vinnuskólans.  

Yfirflokksstjóri sér um daglegan rekstur vinnuskólans og deilir daglegum verkefnum til flokksstjóra. Æskilegur aldur 20 ára og eldri. Óskað er eftir starfsmönnum í störf flokksstjóra. Flokksstjórar stýra vinnuskóla-hópum í ýmsum umhverfisverkefnum fyrir Hveragerðisbæ. Æskilegur aldur 18 ára og eldri.

Nánari upplýsingar veitir Höskuldur Þorbjarnarson, umhverfisfulltrúi, hoskuldur@hveragerdi.is


Umhverfissvið Hveragerðisbæjar – almenn umhirða

Starfsmenn í ýmis störf t.d í almenna umhirðu opinna svæða og fleiri umhverfisverkefni. Æskilegur aldur 16 ára og eldri.

Nánari upplýsingar veitir Höskuldur Þorbjarnarson, umhverfisfulltrúi, hoskuldur@hveragerdi.is


Íþróttamannvirki – sundlaug

Starfið felst í sundlaugargæslu, þrifum og afgreiðslustörfum. Unnið er á vöktum.Gerð er krafa um að starfsmenn standist kröfur um hæfnispróf sundstaða.Æskilegur aldur 20 ára og eldri.

Nánari upplýsingar veitir Jóhanna M. Hjartardóttir, menningar- og frístundafulltrúi, jmh@hveragerdi.is


Upplýsingamiðstöð Suðurlands

Starfið felst í afgreiðslu og móttöku ferðamanna. Þekking á landinu okkar fagra og þá sérstaklega Suðurlandi er kostur. Krafist er ríkrar þjónustulundar, góðrar tölvu- og tungumálakunnáttu.
Á sama stað er afgreiðslustöð Íslandspósts og þarf viðkomandi að sinna öllum tilfallandi störfum sem því viðkemur. Unnið er á vöktum.

Nánari upplýsingar veitir Sigurdís L. Guðjónsdóttir, forstöðumaður, tourinfo@hveragerdi.is


Hveragarðurinn

Spennandi starf á sviði ferðamennsku en starfið felst í móttöku gesta og umhirðu svæðis. Krafist er ríkrar þjónustulundar, sjálfstæðra vinnubragða og tungumálakunnáttu. Unnið er á vöktum.

Nánari upplýsingar veitir Sigurdís L. Guðjónsdóttir, forstöðumaður, tourinfo@hveragerdi.is


Gæsluvöllur

Starfsmenn vantar á gæsluvöll sem verður starfræktur í sumar frá 9. júlí – 9. ágúst. Vinnutíminn er frá kl. 13 – 17. Þekking eða reynsla af starfi með börnum er kostur. Æskilegur aldur 18 ára og eldri.

Nánari upplýsingar veitir Steinunn Steinþórsdóttir, forstöðumaður Bungubrekku, steinunn@hveragerdi.is


Heimilið Birkimörk

Óskum eftir að ráða starfsfólk, 18 ára og eldra, í sumarafleysingar á heimili fatlaðs fólks. Í boði eru áhugaverð störf við að aðstoða fatlað fólk við heimilishald, félagslega þátttöku og athafnir daglegs lífs. Um er að ræða vaktavinnu og eru laun greidd skv. gildandi kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar veitir Steinunn Jónsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi, sími 483-4030 alla virka daga frá kl. 8-16