Krakkarnir stóðu sig vel í Skólahreysti

skrifað 19. mar 2015
Það er mikið fjör í skólahreystiÞað er mikið fjör í skólahreysti

Lið Grunnskólans í Hveragerði sigraði undankeppni í Skólahreysti í dag og vann sæti í úrslitakeppninni. Frábær árangur hjá krökkunum sem fengu 49 stig.

Hvolsskóli var einnig með 49 stig í öðru sæti og skólinn í Þorlákshöfn í þriðja sæti með 39,5 stig. Gríðarlega jöfn og spennandi keppni.

Þar sem mikill fjöldi skóla tekur þátt í keppninni er nauðsynlegt að viðhafa undankeppnir til að ákvarða hvaða skólar keppi í úrslitakeppninni sjálfri í lok keppnistímabilsins. Undankeppnirnar eru 10 talsins og eru þær svæðisbundnar, þ.e. skólar frá sama landssvæði keppa innbyrðis sín á milli. Einn skóli frá hverju landssvæði öðlast þátttökurétt í úrslitunum, en tveir árangurshæstu (ekki endilega stigahæstu) skólarnir af þeim sem enda í 2. sæti í sínum riðli fá svokölluð uppbótasæti í úrslitunum. Heildarfjöldi skóla í úrslitum Skólahreysti er því 12.

Myndir frá keppninni birtast síðar.