Veðrið spillti ekki gleðinni á 17. júní

skrifað 18. jún 2013
Fjölmenni var í brekkunniFjölmenni var í brekkunni

Fjölmenni var í skrúðgöngu að hátíðarsvæði í Laugaskarði í gær. Guðmundur Þór Guðjónsson flutti hátíðarávarp dagsins, Brynja Benediktsdóttir flutti ræðu nýstúdents og Inga Lóa Hannesdóttir var fjallkona. Félagar úr Söngsveitinni og kirkjukórnum sungu undir stjórn Margrétar Stefánsdóttur.

Ungir sem aldnir höfðu gaman af skemmtiatriðum þar sem Gunni og Felix fóru á kostum og bæjarfulltrúar og félagar úr skokkhópnum sýndu mikla tilburði í laugarsprellinu.

Veðurguðirnir spilltu ekki gleðinni um kvöldið þegar glæsilegir tónlistarmenn skemmtu vel búnum bæjarbúum á Fossflötinni. En þar komu fram Óskar K og Sindri Kára, Gunni og Felix, hljómsveitin White Signal og Eyþór Ingi Eurovisionstjarna.

Brynja Benediktsdóttir flutti ræðu nýstúdentsInga Lóa Hannesdóttir var fjallkona og flutti ljóðið Íslendingaljóð 1944 eftir Jóhannes úr KötlumHátíðarávarp Guðmundar Þórs endaði með óvæntri dýfu..........en þetta var að sjálfsögðu skipulögð dýfa hjá þeim félögumGunni og Felix voru frábærirGötuleikhúsið var áberandi og setti skemmtilegan svip á hátíðarsvæðiðVatnaballett bæjarstjórnarmannaSkokkhóps ballettFlottur hópur úr knattspyrnudeild Hamars sá um kaffihlaðborðið sem var glæsilegtFjölmenni var á kvöldvökunni þrátt fyrir rigningu og kuldaEyþór Ingi lét áhorfendur gleyma vosbúðinni með glæsilegum söngHljómsveitin White Signal vakti mikla athygli fyrir hressilegan flutning