Sunddeildin þreytir Guðlaugssund

skrifað 18. mar 2013
Þessi hópur synti í Laugaskarði árið 2008Þessi hópur synti í Laugaskarði árið 2008

Þriðjudaginn 19. mars mun Sunddeild Hamars þreyta Guðlaugssund til að minnast afreks Guðlaugs Friðþórssonar sem synti til lands eftir að Hellisey VE sökk, 12. mars 1984, þrjár mílur austan við Heimaey.

Aðeins verður opið í potta og líkamsrækt þann dag frá kl 17.

Fyrst var synt Guðlaugssund í Laugaskarði árið 2007 en hvatamenn af sundinu voru Magnús Tryggvason sundþjálfari og Arnfríður Þráinsdóttir sem var forstöðukona í Laugaskarði.