Vegleg vinningskarfa í jólaleiknum

skrifað 18. jan 2013
Jóna í Hverablómum afhenti körfuna til fjölskyldunnar Hraunbæ 26 fyrir hönd þjónustuaðila í bænum. Jóna í Hverablómum afhenti körfuna til fjölskyldunnar Hraunbæ 26 fyrir hönd þjónustuaðila í bænum.

Það voru glaðir vinningshafar sem fengu afhenda veglega vinningskörfu frá fjölmörgum þjónustuaðilum í bænum í jólagluggaleik bæjarins.

Hveragerðisbær þakkar þjónustuaðilum í bænum fyrir gott samstarf í jólagluggaleiknum. Þeir sem gáfu í vinningskörfuna voru: Bókasafnið, Blómaborg, Hofland-setrið, Hársnyrtistofan Ópus, Kjörís, Heilsustofnun NLFÍ, Iceland Activities, Almar bakari, Hverablóm, Upplýsingamiðstöðin og Sundlaugin Laugaskarði.