17. júní í Hveragerði

skrifað 18. jún 2015
Fjallkona var Jenný Borgedóttir, sem flutti frumsamið ljóð eftir eiginmann sinn Magnús Þór Sigmundsson.Fjallkona var Jenný Borgedóttir, sem flutti frumsamið ljóð eftir eiginmann sinn Magnús Þór Sigmundsson.

Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur í Hveragerði í mildu og góðu veðri. Venju samkvæmt fór hátíðardagskrá fram við Sundlaugina í Laugaskarði.

Ræðu dagsins flutti Ninna Sif Svavarsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Ræðu nýstúdents flutti Elva Rún Erlingsdóttir. Fjallkona var Jenný Borgedóttir, sem flutti frumsamið ljóð eftir eiginmann sinn Magnús Þór Sigmundsson. Ljóðið fer hér á eftir. Fjölda mynda má sjá á facebook síðu bæjarins.


Hverafuglar.

Öll...
þessi ósögðu orð
sem að sjálfsögðu liggja í loftinu
enda óþörf...
þar sem allt er sjálfsagt
Þúsund ára saga
felst í einu tilliti
farfuglar fylgja eðli sínu
og rata heim.

Ég man vel þegar þeir komu
og settust á tún hjarta míns
allur heimurinn fylltist ósögðum orðum
sem öll hljómuðu rétt
ég er komin heim…
dýrðin… dýrðin…
ég er komin heim…
ástin blómstraði
túnið fylltist blómum
það fegursta var eitt…
Gleym mér ei

M.Þ.S. 02.07.2009 00.17

Ræðu nýstúdents flutti Elva Rún ErlingsdóttirRæðu dagsins flutti Ninna Sif Svavarsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsóknar ásamt Söngsveit Hveragerðis söng. Bæjarfulltrúar og varamenn þeirri sýndu góða spretti í laugargríni. Gói úr Stundinni okkar skemmti börnunum.