17. júní hátíðahöld tókust vel

skrifað 18. jún 2012
Íris Ásgeirsdóttir var fjallkona.Íris Ásgeirsdóttir var fjallkona.

Blíðskaparveður setti svip sinn á hátíðahöld Hvergerðinga á þjóðhátíðardaginn en þau fóru venju samkvæmt fram með hefðbundnum hætti. Fjölmenni mætti til skrúðgöngu sem leidd var af hestamönnum, skátum og fjölda trommuleikara sem settu skemmtilegan svip á gönguna.

Gangan endaði við Sundlaugina Laugaskarð þar sem hátíðardagskráin fór fram. Ræðumaður dagsins var Ninna Sif Svavarsdóttir, bæjarfulltrúi, ræðu nýstúdents flutti Ólafur Jósef Ólafsson og ávarp fjallkonu flutti Íris Ásgeirsdóttir. Kynnir var Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður sunddeildar, en deildin hafði veg og vanda af skemmtuninni við laugina. Að lokinni hátíðardagskrá tók við líf og fjör sem trjálfarnir úr Stundinni okkar stýrðu og vakti laugargrínið að venju mikla kátínu viðstaddra. Krakkarnir úr götuleikhúsinu settu skemmtilegan svip á daginn en eitthvað sýndist viðstöddum sem brúðkaup hefði þar eitthvað farið úr skorðum.

Kaffihlaðborð var síðan fjölsótt í grunnskólanum þar sem yngri kynslóðin naut lífsins í og við íþróttahúsið. Um kvödlið héldu síðan íslensku prímadonnurnar tónleika í Hveragerðiskirkju sem fjöldi gesta naut.

Meðfylgjandi myndir eru teknar við hátíðahöldin í Laugaskarði.

Ninna Sif Svavarsdóttir, bæjarfulltrúi, flutti hátíðarræðu dagsins. Ólafur Jósef Ólafsson flutti ræðu nýstúdents. Fjöldi skáta stóð heiðursvörð á hátíðahöldunum. Trjálfarnir slógu í gegn.Unga kynslóðin fylgdist spennt með og enginn datt í laugina. Brandur og Jónheiður stóðu sig vel í götuleikhúsinu. Laugargrín Laugargrín Laugargrín