Endurbætur á öryggisneti í Hamarshöll

skrifað 17. nóv 2014
Öryggisnetið á milli svæða hækkar úr 5 m í 9 m.Öryggisnetið á milli svæða hækkar úr 5 m í 9 m.

Fjárfest var í viðbótarneti til að bæta við það öryggisnet sem skilur gervigrasið frá þjónustuhúsi og íþróttagólfi í Hamarshöll. Öryggisnetið nær því upp í u.þ.b. 9 m hæð en var áður í um 5 m.

Þéttriðnara net var sett við golfsvæðið sem gerir golfurum kleift að spreyta sig á lengri höggum í netið. Ofan við gamla skiptinetið var sett nýtt net þannig að nú geta fótboltamenn skotið vel yfir markið án þess að boltinn fari yfir á íþróttagólfið.

Það er von okkar að þetta bæti öryggi allra í höllinni og að boltar fari ekki á milli svæða eins og of oft gerðist áður.

Þéttriðið net er við golfvöllinn sem bætir aðstöðu golfara til muna.