Samþykkt deiliskipulags lystigarðsins á Fossflöt og deiliskipulags Árhólmasvæðis, Hveragerði.

skrifað 17. okt 2014
byrjar 17. okt 2014
 

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 15. október 2014 deiliskipulag lystigarðsins á Fossflöt og deiliskipulag Árhólmasvæðis í Hveragerði .

Tillögurnar voru auglýstar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tillaga deiliskipulags Árhólmasvæðis var einnig auglýst skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn bæjarstjórnar.
Deiliskipulag Árhólmasvæðis er samþykkt með þeim breytingum að fráveitu og rotþró er bætt inná deiliskipulagsreit A, lína sem sýnir náttúruverndarsvæði er gerð rauð, lína sem sýnir hverfisverndarsvæði er lengd til norðurs, texti í greinargerð er leiðréttur, deiliskipulagsmörk eru lagfærð við rotþró og göngustíg á Jókutanga, salernishús á deiliskipulagsreit B er fært nær bílastæði.

Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar