Söngatriði Skjálftaskjóls áfram í USSS

skrifað 17. jan 2012
Söngatriði Skjálftaskjóls áfram í USSS

Söngkonurnar Sædís Lind og Anna María sungu lagið Get ég bjargað þér með fulltingi hjómsveitarinnar Demo Da Viggo og keppa í úrslitakeppninni í Laugardalshöll.

Föstudaginn 13. janúar fór Undankeppni Samfés Söngvarakeppni Suðurlands (USSS) í Þorlákshöfn fram. Tíu atriði frá jafnmörgum félagsmiðstöðvum kepptu um þrjú sæti í aðalkeppninni sem fer fram í Laugardalshöll 3. mars n.k. Skemmst er frá því að segja að atriði Hvergerðinga var stórglæsilegt og komst áfram ásamt atriðum frá Vík og Hvolsvelli. Söngkonurnar Sædís Lind og Anna María sungu lagið Get ég bjargað þér með fulltingi hjómsveitarinnar Demo Da Viggo. Hana skipa Matthías Hlífar, Árni Þór, Davíð Clausen, Sólveig Þrastar og Guðbjörg Valdimars. Til hamingju með þetta krakkar!