Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti eftirfarandi breytingar á deiliskipulagi:

skrifað 16. des 2019

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi við Laufskóga 32-40 og við Heiðarbrún í Hveragerði.

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 12. desember 2019 eftirfarandi breytingar á deiliskipulagi:

Óveruleg breyting á deiliskipulagi við Laufskóga 32-40 í Hveragerði.

Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Laufskógum, Breiðumörk, Klettahlíð og lóðunum Breiðamörk 33 og Klettahlíð 11. Deiliskipulagsbreytingin felur m.a. í sér að lóðirnar Klettahlíð 3-5 og 7 verða innan deiliskipulagssvæðisins.

Óveruleg breyting á deiliskipulagi við Heiðarbrún.

Deiliskipulagssvæðið nær til lóða númer 32-100 (sléttar tölur) við Heiðatbrún. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér stækkun á byggingarreit á lóðinni Heiðarbrún 56.

Deiliskipulagsbreytingar þessar hafa hlotið meðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast nú þegar gildi.

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar