Tilkynning frá Vegagerðinni

skrifað 16. ágú 2019
byrjar 19. ágú 2019
 

Mánudag 19.ágúst og er stefnt að malbika aðra akreinina á Suðurlandsvegi, frá Ölvisholtsvegi að Skeiða- og Hrunamannahreppi. Akreininni verður lokað og umferð stýrt framhjá. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. viðhengdu lokunarplani 8.0.15.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 08:00 til kl. 20:00.

Á sama tíma er unnið við að setja upp víravegrið á Hellisheiði. Þar er þrengt að umferð framhjá framkvæmdasvæði en opið er í báðar áttir á Hellisheiði.

Vinna við vegrið heldur áfram út næstu viku.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.

Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Ábyrgðarmaður veghaldara er Runólfur 862-3619.

Ábyrgðarmaður verktaka er Marel 660-1919.

Lokunarplan8.0.15.