Grunnskólanemendur í Hveragerði vinningshafar í smásagnakeppni

skrifað 16. jún 2015
Bjartur Geirsson vinningshafi í flokknum 9.-10. bekkir.Bjartur Geirsson vinningshafi í flokknum 9.-10. bekkir.

Allflestir 6. - 10. bekkjar grunnskólanemendur í Hveragerði tóku þátt í smásagnakeppni FEKÍ. Af þeim 9 verðlaunum sem voru veitt, voru 5 af okkar nemendum vinningshafar í keppninni sem er glæsilegur árangur.

Undanfarin nokkur ár hafa nemendur Grunnskólans í Hveragerði tekið þátt í smásagnakeppni á vegum Félags enskukennara á Íslandi og Sendiráðs Bandaríkjanna. Keppnin er haldin meðal grunnskóla um allt land þar sem 6. - 10. bekkja nemendur tóku þátt í að skrifa enskar sögur, sem kennarar síðan völdu úr til þess að senda inn í keppnina.
Óhætt er að segja að nemendur okkar stóðu sig með glæsibrag, þar sem meirihluti verðlauna voru veitt grunnskólanemendum í Hveragerði.

Í flokknum 6. bekkir og yngri, hlutu Pétur Nói Stefánsson og Erla Rut Pétursdóttir verðlaun, en þau eru bæði í 6. bekk. Í þessum flokki var vinningshöfum ekki raðað í sæti.

Í flokknum 7. - 8. bekkir hlaut Baldvin Alan Thorarensen 1. verðlaun og 2. verðlaun fékk Kristina May Jones. Þau er bæði í 8. bekk.

Það var svo 10. bekkjar nemandinn Bjartur Geirsson sem hlaut 1. verðlaun í flokki 9. - 10. bekkja.

Þau Ólafur Jósefsson og Guðrún Olga Clausen enskukennarar sáu um utanumhald á þessu verkefni.

Er þessum flottu krökkum óskað innilega til hamingju með glæsilegan árangur.

Pétur Nói vinningshafi í 6. bekk.Erla Rut vinningshafi í 6. bekk og Ólafur enskukennari.Baldvin Alan vinningshafi í 8. bekk og Guðrún Olga enskukennari. Kristina May vinningshafi í 8. bekk.