Breyting á Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2005-2017 Íbúðarsvæði í miðbæ Hveragerðis „Grímsstaðareitur”

skrifað 16. mar 2015
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi - GrímsstaðareiturTillaga að breytingu á aðalskipulagi - Grímsstaðareitur

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 12. mars 2015 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2005-2017. Svæðið sem tillagan nær til afmarkast af götunum Breiðamörk, Þórsmörk, Reykjamörk og Þelamörk. Tillagan var auglýst frá 20. janúar til 3. mars 2015. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna var til 4. mars 2015. Engar athugasemdir bárust. Engar breytingar voru gerðar á auglýstri tillögu og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Hveragerðisbæjar.

Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar