Félagar úr Skokkhópi Hamars fóru Laugaveginn

skrifað 15. júl 2013
Frískir hlauparar að loknu hlaupiFrískir hlauparar að loknu hlaupi

Sex hlauparar úr Skokkhópi Hamars þreyttu hlaupið og stóðu sig frábærlega. En það voru þau Haukur Logi Michelsen, Sverrir Geir Ingibjartsson, Valdimar Hafsteinsson, Sigrún Kristjánsdóttir, Jón Gísli Guðlaugsson og Pétur Ingi Frantzson sem hefur jafnframt þjálfað skokkhópinn um nokkurt skeið.

Laugavegshlaupið er eitt erfiðasta utanvegahlaup sem þreytt er á Íslandi ár hvert, 55 kílómetrar upp um fjöll og firnindi. Í ár bættist við að mikill snjór var á efsta punkti leiðarinnar við Hrafntinnusker og nágrenni. Hlaupið var haldið í 17. sinn laugardaginn 13. júlí síðastliðinn. 306 hlauparar voru skráðir til þátttöku, 181 Íslendingur og 125 frá öðrum löndum. Aldrei hafa fleiri erlendir hlauparar skráð sig til keppni heldur en í ár.