Klippikort á gámasvæðið

skrifað 15. maí 2014
Áríðandi:
Geymið klippikortið!Áríðandi: Geymið klippikortið!

Þessa dagana er verið að dreifa til íbúa bæklingi um flokkun og sorphirðu í Hveragerði þar sem gerð er ítarleg grein fyrir mikilvægi flokkunar, okkar kerfi hér í Hveragerði og þeim breytingum sem hafa orðið með nýju sorphirðufyrirtæki. Eru ibúar hvattir til að kynna sér vel efni bæklingsins.

Geymið klippikortið !

Við forsíðu bæklingsins er heftað lítið kort, klippikort á gámasvæðið. Það er afar mikilvægt að íbúar haldi þessu korti til haga því það er ígildi peninga! Á kortinu eru 12 "klipp" sem gefa viðkomandi möguleika á að skila 1 rúmmetra af gjaldskyldu sorpi á gámasvæðið án endurgjalds. Ef ekki er komið með klippikortið þarf alltaf að greiða.

Íbúar eru því beðnir um að passa klippikortið vel og hafa það ávallt meðferðis þegar komið er með sorp á gámasvæðið.

Aldís Hafsteinsdóttir Bæjarstjóri