Vinnuskóli og sumarnámskeið fyrir börn og ungmenni

skrifað 14. maí 2013
Vinnuskóli og sumarnámskeið fyrir börn og ungmenni

Menningar-, íþrótta- og frístundasvið Hveragerðisbæjar kynnir afþreyingu fyrir börn og ungmenni sumarið 2013.

Fylgist vel með linknum, sumarnámskeið 2013.

Eftirfarandi námskeið verða m.a. í sumar:

Íþrótta- og ævintýranámskeið fyrir 6-12 ára (f. 2007-2001)

Námskeiðshaldari: Íþróttafélagið Hamar og Hveragerðisbær

 • Tímabil: Haldin verða fjögur námskeið í hálfan mánuð í senn. Fyrsta byrjar 6. júní.
 • Námskeið 1: 6.-19. júní
 • námskeið 2: 20.6-3. júlí
 • námskeið 3: 4.-17. júlí
 • námskeið 4: 18.-31. júlí

Áhersla er lögð á fjölbreytta útiveru og hreyfingu. Fjallgöngur, sund, göngu- og hjólaferðir og fleira. Boðið er upp á gæslu frá kl. 8-9 og 16-17. Nemendur þurfa að hafa nesti yfir daginn.

 • Verð: Kr. 8000 (frá kl. 8-17), ½ daginn kr 4500 (frá kl. 9-12 eða 13-16).
 • Skráning hjá mariahassing5@gmail.com , María Hassing s. 661 2300

Skólagarðar og kofasmíði fyrir 6 – 12 ára (f. 2006-2001)

Námskeiðshaldari: Hveragerðisbær

 • Tímabil: 3 x í viku í 8 vikur, byrjar 6. júní og uppskeruhátíð í ágúst.

Grænmetisræktun og umhirða. Einnig smíða krakkarnir kofa, fara í leiki og gönguferðir.

 • Verð kr. 4000
 • Skráning og upplýsingar: Sigurrós s. 848 1508

Sundnámskeið

Námskeiðshaldari: Sunddeild Hamars

 • Aldur: 2009 og eldri
 • Tímabil:

 • Námskeið 1, 5. júní – 21. júní, kennsla verður eftir hádegi

 • Námskeið 2, 24. júní – 9. júlí, kennt verður fyrir hádegi
 • Verð: Kr. 10.000 (12 skipti)
 • Skráning og upplýsingar: Magnús Tryggvason, íþróttafræðingur s. 898 3067

Gæsluvöllur

verður opinn þegar leikskólarnir loka vegna sumarleyfa.

 • Aldur: f. 2007 - 2010
 • Tímabil: 18. júní – 12. ágúst
 • Verð: Daggjald kr. 300

Börnin þurfa að vera vel búin því dvöl á gæsluvelli er aðallega útivera. Gæta þarf að þolmörkum barna við dvöl þeirra og forráðamenn og starfsfólk hafa samráð um tímalengd dvalar barnsins á gæsluvellinum.

 • Upplýsingar: Sigurrós s. 848 1508

Golfleikjanámskeið í Gufudal

Námskeiðshaldari: Golfklúbbur Hveragerðis

 • Aldur: 6-12 ára
 • Tímabil:
 • Námskeið 1, 10.-14. Júní
 • Námskeið 2, 18.-21. Júní
 • Námskeið 3, 24.-28. júní
 • Verð: Kr. 5000 , verð fyrir systkyni kr. 3000 hvert.

Farið í undirstöðuatriði golfíþróttarinnar og allskyns golfleiki þar sem skemmtun og fróðleikur fara saman. Æskilegt er að nemendur hafi meðferðis nesti, öll hreinlætis- og nestisaðstaða er í golfskála GHG. Þátttakendur þurfa að hafa hlífarfatnað tiltækan. Golfkylfur og -bolta er mögulegt að fá lánað.

 • Skráning og upplýsingar: pallsv@hveragerdi.is, Páll Sveinsson s. 822 9987

Reiðnámskeið hjá Eldhestum

Námskeiðshaldari: Æskulýðsdeild Ljúfs

 • Aldur:  5 ára og eldri
 • Tímabil: Haldin verða þrjú 5 daga námskeið. Kennt er frá kl. 16:30 í klst í senn
 • Námskeið 1, 3. - 7. júní 
 • Námskeið 2,10. - 14. júní
 • Námskeið 3,18. - 22. júní
 • Verð: Miðast við fjölda þátttakenda
 • Skráning og upplýsingar í síma 862-4062 eftir klukkan 18 á daginn. Skráningu lýkur 1. júní.

Fimleikanámskeiðið Framför

Námskeiðshaldari: Fimleikadeild Hamars

 • Aldur: a) 2001-1996 b) 2004-2002 c) 2007-2005
 • a) mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga
 • b) mánudaga og miðvikudaga
 • c) mánudaga og miðvikudaga

ATH,ýmsar breytingar geta átt sér stað eftir skráningu.

 • Skráningafrestur fyrir 1. námskeið er 31.maí 2013. Endanlegar tímasetningar koma 1. júní 2013.

 • Tímabil: Haldin verða fjögur námskeið í hálfan mánuð í senn; júní-júlí

 • Verð: Frá kr. 3500-5000 kr. fer eftir fjölda æfingastunda.
 • Skráning og upplýsingar: mariahassing5@gmail.com

Listasmiðja í Listasafni Árnesinga

 • Kennari: Helena Guttormsdóttir, myndlistarmaður og myndmenntakennari
 • Aldur: 8-13 ára, hámark 10 börn
 • Tími: 11. -14. júní kl. 13-15:30

Unnið með efnivið úr náttúru og nærumhverfi Hveragerðis. Umhverfislistaverkin tengd við náttúruskynjun, myndlist og skapandi skrif. Ferlið er ljósmyndað og plaköt unnin úr efniviðnum. Afraksturinn til sýnis í vinnustofunni yfir 17. júní helgina.

 • Verð: 5.000 allt innifalið Hámarks þátttökufjöldi: 10 börn

 • Skráning og upplýsingar: myndin@listasafnarnesinga.is eða í síma 483 1727 á opnunartíma safnsins kl. 12-18

Söngnámskeið

Námskeiðshaldari: Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir

 • Aldur: 13 ára og eldri.
 • Tímabil: námskeið 1, 14.-16. júní og námskeið 2, 5.-7. júlí
 • Kennt í 5 manna hópum í 3 daga 3 klst. í senn.

Námskeið til að bæta söngtækni með aðferð sem kallast Complete Vocal Technique. Tækni sem Páll Óskar, Hera Björk, Jóhanna Guðrún o.fl. hafa tileinkað sér.

Útilífsnámskeið

Námskeiðshaldari: Skátafélagið Strókur

 • Aldur: Börn f. 2006 og fyrr
 • Tímabil: 6.-8. ágúst, 3 dagar, kl. 13:00-17:00 .

Útieldun, tálgun (húsgagnagerð), skyndihjálp, skátaleikir og margt fleira.

 • Verð: Kr. 6900, ein máltíð innifalin alla dagana.
 • Skráning og upplýsingar: Margrét Guðjónsdóttir s. 845 3729 og Þór Ólafur Hammer s. 845 3721 fyrir 3. ágúst.

Myndlistarnámskeið í Listasafni Árnesinga

 • Kennari: Margrét Zópóníasdóttir
 • Aldur: 8-13 ára, hámark 10 börn
 • Tími: 7.-10. ágúst kl. 13-16

Þjálfun í að teikna og mála, skerpa eftirtekt, skoða form og litasamsetningar. Afraksturinn til sýnis í vinnustofunni á Blómstrandi dögum

 • Verð: Kr. 5.000, allt innifalið

 • Skráning og upplýsingar: myndin@listasafnarnesinga.is eða í síma 483 1727 á opnunartíma safnsins kl. 12-18