Peningagjöf til leikskólanna í Hveragerði

skrifað 14. jan 2013
byrjar 14. jan 2013
 
Peningagjöf til leikskólanna í HveragerðiPeningagjöf til leikskólanna í Hveragerði

Foreldrafélag leikskólanna í Hveragerði færði leikskólunum í Hveragerði peningagjöf sem nam 1.000 kr. fyrir hvert barn í leikskólunum, samtals 133.000 kr. í desember sl. Við það tækifæri var þessi mynd tekin en á henni sjást Birna Marín og Rakel Björk nemendur á Óskalandi og Undralandi færa leikskólastjórunum Gunnvöru og Sesselju gjafabréf. Með á myndinni eru Sandra og Ágústa Þórhildur fulltrúar úr stjórn foreldrafélagsins. Er það von foreldrafélagsins að gjöfin muni nýtast vel á leikskólunum.

Kær kveðja,
Sandra Guðmundsdóttir, formaður foreldrafélags leikskólanna í Hveragerði.