Stekkjarstaur kom í Listasafnið

skrifað 13. des 2013
Hann var hálf loðinn þessi jólasveinnHann var hálf loðinn þessi jólasveinn

Skemmtileg jóladagskrá var í Listasafninu í gær og kom Stekkjarstaur í heimsókn stórum sem smáum til mikillar gleði.

Næstu þrjá daga munu bræður hans Giljagaur, Stúfur og Þvörusleikir koma í heimsókn í Listasafnið um kl. 17 til að sýna sig og sjá aðra. Þeir munu spjalla um lífið í fjöllunum hjá Grýlu og Leppalúða.

Jólasýningin "Jólin koma" mun verða opin fram yfir helgi. En þar má sjá kverið Jólin koma sem geymir m.a. jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum og teikningar Tryggva Magnússonar.

Stekkjarstaur hitti annan jólasvein og skoðuðu þeir jólasýninguna saman. Börnin voru spennt að hitta StekkjarstaurInga og Stekkjarstaur áttu skemmtilegt spjall