Líf og fjör við leik og störf

skrifað 13. júl 2016
Krakkarnir njóta sín í veðurblíðunniKrakkarnir njóta sín í veðurblíðunni

Veðurblíðan hefur leikið við okkur þetta sumarið og er mikið um að vera hjá ungum Hvergerðingum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Gæsluvöllur er í boði fyrir þau yngstu á aldrinum 2 - 6 ára og er í umsjón Sigurrósar Jóhannsdóttur. Þau hafa nú fært sig frá Leikskólanum Óskalandi yfir í húsnæði skólasels við Fljótsmörk (þar sem Óskaland var áður) þar sem þau verða í dag 13. júlí en frá fimmtudeginum 14. júlí - 8. ágúst mun gæsluvöllurinn vera á lóð Leikskólans Undralandi.

Fyrir krakka á aldrinum 5 - 9 ára hafa verið Íþrótta- og ævintýranámskeið þar sem fjölbreytt viðfangsefni eru í boði og áhersla lögð á útiveru þegar vel viðrar. Námskeiðin standa yfir til 12. ágúst og er hvert námskeið 10 dagar.
Námskeið númer 4 byrjar á mánudaginn nk. og enn er nóg af plássi.
Skráningar fara fram á bæjarskrifstofu, s. 483-4000.

Vinnuskólinn er í boði fyrir nemendur elsta stigs í Grunnskólanum í Hveragerði og þar eru einnig fjölbreytt störf í boði. Á myndum má sjá hóp að störfum við að snyrta meðfram göngustígum í Dynskógum en það er eitt af mörgum verkefnum Vinnuskólans.

Hér má nálgast frekari upplýsinga um eftirfarandi:
Gæsluvöllur 2016
Sumarnámskeið 2016

Tími fyrir smá hressinguVinnuskólinn að störfumBörn á gæsluvellinumÍþrótta- og ævintýranámskeiðGæsluvöllurinnÍþrótta- og ævintýranámskeiðHópur að störfum í DynskógumÍþrótta- og ævintýranámskeiðÍþrótta- og ævintýranámskeiðVinnuskólinnÍþrótta- og ævintýranámskeiðVinnuskólinn