Gleðilega þjóðhátíð

skrifað 13. jún 2013
Gleðilega þjóðhátíð

Á þjóðhátíðardegi okkar, 17. júní, verður fjölbreytt dagskrá í Hveragerði fyrir fjölskylduna allan daginn. Á heimasíðu bæjarins, hér til vinstri, má finna upplýsingar um dagskrána.

Um morgunin verður hægt að spreyta sig í hlaupum og síðan er Hátíðarguðsþjónusta í Hveragerðiskirkju. Um hádegið opnar Listasafnið og eru tvær áhugaverðar sýningar þar. Sýningin Tíminn í landslagi og afrakstur úr listasmiðju barna. Leikur verður á safninu yfir daginn.

Eftir hádegi kl 13:30 hefst skrúðganga sem gengur að hátíðarsvæði í Laugaskarði. Þar fer fram hefðbundin hátíðardagskrá og að henni lokinni verður skemmtidagskrá fyrir fjölskylduna sem stendur fram á kvöld. Má þar nefna laugarsprell, Gunni og Felix koma fram, börnum boðið á hestbak, leikjaland verður fyrir þau yngstu og þrautabraut fyrir fjölskylduna. Um kvöldið verður kvöldvaka í Skrúðgarðinum þar sem m.a. Eyþór Ingi Evrovision söngvari, Gunni og Felix, hljómsveitin White Signal, Sölvi Ragnars og hljómsveit og Óskar K og Sindri Kára skemmta.

http://www.hveragerdi.is/files/51a4b9c77256b.pdf

Gleðilega hátíð og góða skemmtun !

Laugarsprellið vekur ávallt mikla lukkuSkátafélagið Strókur fer fyrir skrúðgöngunni