Viðbætur og leiðréttingar varðandi sumarnámskeið og 17. júní

skrifað 13. jún 2012
Á þriðja tug þátttakenda sækir golfleikjanámskeið sem er kynningarnámskeið fyrir byrjendur íþróttarinnar. Á sama tíma var tugur iðkenda við æfingar hjá Einari Lyng golfkennara þannig að Gufudalur er iðandi af líf og fjöri þessa dagana.Á þriðja tug þátttakenda sækir golfleikjanámskeið sem er kynningarnámskeið fyrir byrjendur íþróttarinnar. Á sama tíma var tugur iðkenda við æfingar hjá Einari Lyng golfkennara þannig að Gufudalur er iðandi af líf og fjöri þessa dagana.

Sumarnámskeið fara vel af stað og eru flest námskeiðin sem byrjuð eru vel sótt. Mikill fjöldi barna er á golfleikjanámskeiði í Gufudal og einnig er stór hópur á íþrótta- og ævintýranámskeiðinu og á sundnámskeiði.

Við biðjumst velvirðingar á villum í sumarbæklingi um eftirfarandi atriði:

  • Verð fyrir gólfleikjanámskeiðið er kr. 5000 en ekki kr. 3000.

  • Verð á námskeiðum í Listasafni víxlaðist en ljósmyndanámskeiðið er á kr. 6000 en myndlistarnámskeiðið á kr. 3000

  • Í texta um músiknámskeiðið sem verður í ágúst misritaðist mjög leiðinlega að krakkarnir myndu kynnast undirheimum popptónlistarinnar en að sjálfsögðu kynnast þau undraheimum popptónlistarinnar. Bið ég Pál afsökunar á þessum mistökum þó eflaust væri fróðlegt að kynnast einnig undirheimunum.

Allar upplýsingar hafa verið réttar á heimasíðu bæjarins http://www.hveragerdi.is/

Viðbætur í dagskrá 17. júní

  • Kl. 11 Hátíðarmessa í Hveragerðiskirkju

  • Kl. 15:30 Leikir á gervigrasvelli við grunnskólann (8 - 11 ára) pokahlaup, stígvélakast, brennó o.fl.