Auglýsing um óverulegar breytingar á deiliskipulagsáætlunum í Hveragerði.

skrifað 13. mar 2019

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 13. desember 2018 óverulega breytingu á deiliskipulagi Sólborgarsvæðis í Hveragerði. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Varmá og spildu úr landi Reykja til vesturs, Ölfusborgum og opnu svæði undir Reykjafjalli til norðurs, landi Gljúfurárholts til austurs og Hringvegi (Suðurlandsvegi) til suðurs.
Breytingin felur í sér að áður en uppbygging hefst á Sólborgarsvæðinu verði deiliskipulag þess aðlagað legu tengivegar eins og hún er sýnd í aðalskipulagi. Tengivegurinn sem um ræðir liggur samsíða Hringvegi frá Varmá að landi Gljúfurárholts.

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 14. febrúar 2019 óverulega breytingu á deiliskipulagi við Bröttuhlíð, Laufskóga, Klettahlíð og Þverhlíð í Hveragerði.
Breytingin nær einungis til lóðanna Brattahlíð 1 og 3 og felur í sér að vegghæð húsa á lóðunum má vera 4,0m í stað 3,0m, nýtingarhlutfall lóðarinnar Brattahlíð 3 má vera 0,46 í stað 0,4 og heimild er fyrir fjórum íbúðum (fasteignum) á hvorri lóð í stað tveggja íbúða (fasteigna) með heimild fyrir einni aukaíbúð í hverri fasteign.

Breytingar á ofangreindum skipulagsáætlunum hlutu meðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

Kær kveðja,

Guðmundur F. Baldursson Skipulagsfulltrúi Sími: 483 4000; 660 3910