Starfsfólk sundlaugarinnar í 2. sæti í Lífshlaupinu

skrifað 13. mar 2013
Siddý, Ólöf, Gurrý og Sighvatur.Siddý, Ólöf, Gurrý og Sighvatur.

Starfsfólk sundlaugarinnar Laugaskarði hefur í mörg ár tekið þátt í Lífshlaupi vinnustaða fyrir 3 - 9 starfsmenn og verið í verðlaunasætum. Nú í ár voru þau í öðru sæti, aðeins 5 í liðinu, með 2103 hreyfimínútur yfir tímabilið 6. - 26. febrúar.

Þetta er frábær árangur enda kraftmikið starfsfólk sem vinnur í sundlauginni og mikil pressa á nýja starfsmenn að standa sig í Lífshlaupinu.

Frá árinu 2009 hafa þau lent í 3. sæti í hreyfimínútum en bættu árangur sinn í ár. Þeirra helsti keppinautur undanfarin ár er starfsfólk Einars Farestveit & co en þau sigruðu í ár.

Við óskum starfsfólki sundlaugarinnar, þeim Geira, Ólöfu, Sighvati, Gurrý og Siddý til hamingju með þennan frábæra árangur.

Sigurgeir er erlendis núna en hann hefur hvatt starfsfólkið áfram í Lífshlaupinu