Góður árangur við útskrift grunnskólanema

skrifað 12. jún 2015
Útskriftarhópur 2015Útskriftarhópur 2015

Sóldís Anna Guðjónsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í íslensku og fyrir bestan heildarnámsárangur.

Skólaslit Grunnskólans í Hveragerði fóru fram þann 9. júní við hátíðlega athöfn í Hveragerðiskirkju. Nemendur 10. bekkjar útskrifuðust og veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur. Alls voru 30 nemendur að útskrifast úr grunnskóla og þar af voru 14 nemendur sem einnig hafa lokið einum eða fleiri áföngum á framhaldsskólastigi.

Það var hún Sóldís Anna Guðjónsdóttir sem fékk viðurkenningu fyrir bestan heildarnámsárangur útskriftarhópsins í ár og einnig fyrir íslensku.

Vilborg Óttarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir stærðfræði,
Silja Rós Þorsteinsdóttir fékk viðurkenningu fyrir dönsku,
Egill Helgi Guðjónsson fékk viðurkenningu fyrir ensku,
Dröfn Einarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir náttúrufræði,
Bjartey Elín Hauksdóttir fékk viðurkenningu fyrir samfélagsfræði og íþróttir,
Ívar Örn Sveinbjörnsson fékk viðurkenningu fyrir iðni, ástundun og einstaklega jákvætt viðhorf,
Jón Lárus Stefánsson fékk viðurkenningu fyrir störf að félagsmálum,
Páll Ingason fékk viðurkenningu fyrir íþróttir,
Arnar Dór Ólafsson og Jens Thinus Clausen fengu viðurkenningu fyrir margmiðlun og Bjartur Geirsson fékk viðurkenningu fyrir leiklist.

Er öllu þessu unga fólki og öðrum útskriftarnemum óskað innilega til hamingju með árangurinn og þessi tímamót.

Verðlaunahafar