Sigurvegarar smásagnakeppni grunnskólanna

skrifað 12. mar 2014
Smásögukeppni grunnskólannaSmásögukeppni grunnskólanna

Við hátíðlega athöfn í sendiráði Bandaríkjanna mánudaginn 10. mars voru kunngerð úrslit í smásagnakeppni íslenskra grunnskóla. Samkeppnin, sem félag enskukennara á Íslandi stendur fyrir og haldin var í fjórða sinn, hófst á evrópska tungumáladeginum þann 26. september 2013. Að þessu sinni tók Grunnskólinn í Hveragerði þátt í tveimur flokkum, í 6. bekk og yngri og í 7. + 8. bekk og er skemmst frá því að segja að nemendur grunnskólans unnu til þriggja verðlauna. Verðlaun í flokki nemenda í 6. bekk og yngri, en nemendum í þeim flokki er ekki raðað í sæti, hlutu: Margrét Guangbing Hu í 4. bekk og Gísli Már Sigurgeirsson í 6. bekk. Í eldri aldurshópnum hlaut Eygló Anna Arnardóttir 3. verðlaun. Þess má geta að veitt voru þrenn verðlaun í hvorum flokki fyrir sig, eða alls sex talsins, og því hlutu nemendur Grunnskólans í Hveragerði helming verðlaunanna. Við óskum þessum nemendum, sem og öllum þeim sem skiluðu inn smásögum, innilega til hamingju. Vinningssögurnar verða til sýnis á Bókasafninu í Hveragerði, Sunnumörk 2, til 20. mars n.k.