Viðburðir í júní

skrifað 11. jún 2015
Skátar fara fyrir skrúðgöngu á 17. júníSkátar fara fyrir skrúðgöngu á 17. júní

Fjölbreytt dagskrá einkennir júní mánuð í Hveragerði fyrir alla fjölskylduna. Kynnið ykkur vel dagskrána og takið þátt.

13. júní - Kvennahlaup ÍSÍ

  • Kl. 14 er lagt af stað frá Laugaskarði. (Verður karlrembuhlaup ?) Umsjón: Skokkhópur Hamars

17. júní – Þjóðhátíðardagur okkar

  • kl. 10 hefst þriðja hlaupið í Hamarshlaupaseríunni. Eftir startið hefjast leikir og sprettir fyrir krakka í Lystigarðinum. Síðan verður messa, skrúðganga, hátíðardagskrá, kaffisala og fleira.

Fjölbreytt skemmtidagskrá er fyrir alla fjölskylduna þar sem bæði er hægt að fara á hestbak, hreyfa sig í zumba og körfubolta og/eða njóta þess að horfa á Línu Langsokk, Góa úr Stundinni okkar, Sirkus Ísland, Siggu Beinteins og Grétar Örvars, Berglindi Maríu og Sædísi Lind, Sönghópinn Dirrindí og margt fleira skemmtilegt.

Sjá nánar um hátíðardagskrá á heimasíðu bæjarins http://hveragerdi.is/

Dagskrá tileinkuð konum 19. og 20. júní

19. júní:

  • Kl. 15 – 17 - Kvennakaffi í Bókasafninu Allir velkomnir

  • Kl. 18 – 20 - Notaleg stund fyrir konur í Sundlauginni Laugaskarði

  • Heiðar snyrtir með skemmtifyrirlestur um huglæg efni, sjálfsmyndina og daðrið!

  • Bryndís Ásmunds syngur nokkur lög
  • Tónlist og veitingar

20. júní:

  • Kl. 11 – Ganga tileinkuð lýðræði – lagt af stað frá „gamla þinghúsinu“, Breiðumörk 25. Vangaveltur, skemmtun og spjall. Tilefnið er m.a. 100 ára kosningaafmæli kvenna á Íslandi. Allir velkomnir. Umsjón: Jóhanna, Inga og Hlíf

  • Kl. 13 – 17 – Jónsmessugleði Norræna félagsins í Lystigarðinum Miðsumarstöng, tónlist, eldbakað brauð og margt fleira. Allir velkomnir

Minnum á garðyrkju- og blómasýninguna Blóm í bæ sem er síðustu helgina í júní. Sjá http://blomibae.is/

Lína langsokkur kemur í heimsókn á 17. júníGói úr Stundinni okkar skemmtir við sundlaugina á 17. júníKvennahlaup ÍSÍ er 13. júní kl. 14