Heppinn vinningshafi dreginn út

skrifað 11. jan 2013
Ólöf hjá Almari bakara, Jóhanna, menningar- og frístundafulltrúi og Jóna í Hverablómum sáu um að draga út heppinn vinningshafaÓlöf hjá Almari bakara, Jóhanna, menningar- og frístundafulltrúi og Jóna í Hverablómum sáu um að draga út heppinn vinningshafa

Í dag var dreginn út vinningshafi í jólaorðaleik jólagluggadagatals bæjarins 2012. Sá heppni var Árni Veigar Thorarensen, Hraunbæ 26 í Hveragerði.

Fjöldi lausna bárust og var lausnarorðið Jólin koma sem er heiti á bók eftir Jóhannes úr Kötlum með myndskreytingum Tryggva Magnússonar. Bókin er ein alvinsælasta ljóða- og jólabók sem gefin hefur verið út handa íslenskum börnum. Hún er prentuð aftur og aftur enda nauðsynlegt að rifja upp einkenni jólasveinanna, Grýlu og jólakattarins á hverjum jólum. Kvæðin heita „Jólin koma“, „Jólasveinarnir“, „Grýlukvæði“, „Jólakötturinn“ og „Jólabarnið“.

Hamingjuóskir til vinningshafa og mun verða haft samband við hann fljótlega og fær hann veglega vinningskörfu frá þjónustuaðilum í bænum.