Dregið í jólagluggaleiknum

skrifað 11. jan 2012
Jól í bæ - dregið í leikJól í bæ - dregið í leik

Jólagluggadagatal bæjarins er orðin hefð í jólaundirbúningnum í tengslum við hátíðina Jól í bæ. Fyrirtæki og stofnanir bæjarins eiga þakkir skyldar fyrir glæsilega hönnun á jólagluggum og fyrir að taka vel á móti þeim skólabörnum sem koma þrammandi í hvaða veðri sem er til að vera við opnun jólaglugganna. Einnig var stór hópur sem gekk um bæinn og leitaði að bókstöfum sem voru staðsettir í öllum 24 gluggunum að þessu sinni. Þó að veðurguðirnir hafi ekki alltaf verið okkur hliðhollir og færðin verið erfið var góð þátttaka í jólaorðaleiknum. Leikurinn gekk út á að raða bókstöfunum í rétta orðaröð sem myndaði setningu. Lausnarorðið var Jólatréshátíð í Blómabænum. Nokkrir heppnir vinningshafar voru dregnir út og mega þeir vitja vinninga á bæjarskrifstofunni eftir 15. janúar. Þeir heppnu voru:

  • Pétur Nói Stefánsson, Bjarkarheiði 8

  • Sigurður Heiðar Guðjónsson, Arnarheiði 9a

  • Sindri Bernholt og Kári og Sölvi Úlfssynir, Þelamörk 48

Jóhanna Margrét Hjartardóttir Menningar- og frístundafulltrúi