Breyting á aðalskipulagi Hveragerðis 2005-2017. (Tívolíreitur)

skrifað 10. des 2015

Lýsing á skipulagsverkefninu „Breyting á aðalskipulagi Hveragerðis 2005-2017. Reitur Í14 (Tívolíreitur) ”

Hveragerðisbær auglýsir hér með lýsingu á skipulagsverkefninu „Tillaga að breytingu á aðalskipulagi svæðis sem nær til lóðanna Austurmörk 20, 22 og 24 og Sunnumörk 1 og 3, reitur Í14 skv. aðalskipulagi Hveragerðis 2005-2017.” Lýsingin er í samræmi við ákvæði 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Reiturinn sem tillagan nær til afmarkast af Austurmörk til norðausturs, Grænumörk til suðausturs, Sunnumörk til suðvesturs og lóðunum Austurmörk 16, 18 og 18a til norðvesturs.
Breytingin fellst í því að:
a. Íbúðarbyggð (ÍB) verður felld niður innan reitsins.
b. Lóðir við Austurmörk 20, 22, 24 og Sunnumörk 1 og 3 fá landnotkunina „Miðsvæði (M)”.
c. Breytingar á töflum 4.2 og 4.4. Leyfilegt byggingarmagn er minnkað til muna og ennfremur breytist hámarkshæð húsa úr 1-3 hæðir í 1-2 hæðir, sjá töflu 4.4.
Að öðru leyti haldast skilmálar fyrir reitinn óbreyttir.

Undirritaður leitar hér með eftir umsögnum almennings um skipulagslýsinguna. Umsagnir skulu vera skriflegar og sendar skipulags- og byggingarfulltrúa Hveragerðisbæjar að Sunnumörk 2, 810 Hveragerði eða á netfangið gfb@hveragerði.is
Skipulags- og byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar