Breyting á aðalskipulagi Hveragerðis 2005-2017. (NLFÍ svæði)

skrifað 10. des 2015

Lýsing á skipulagsverkefninu „Breyting á aðalskipulagi Hveragerðis 2005-2017. Reitur Þ6/Í11 (NLFÍ svæði)”
Hveragerðisbær auglýsir hér með lýsingu á skipulagsverkefninu „Tillaga að breytingu á aðalskipulagi svæðis sem nær til lóðar NLFÍ við Grænumörk 10 og til lóða við Lækjarbrún, reitur Þ6/Í11 skv. aðalskipulagi Hveragerðis 2005-2017.” Lýsingin er í samræmi við ákvæði 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Reiturinn sem tillagan nær til afmarkast mót norðaustri af opnu svæði við bakka Varmár (O9), mót suðaustri af fyrirhuguðu íbúðasvæði (Í12), mót suðvestri af Þelamörk og mót norðvestri af opnu svæði (O9 Fagrahvammstún).
Breytingin fellst í því að:
a. Grænamörk 10 (eftirstandandi lóð NLFÍ) er og verður framtíðar athafnasvæði fyrir starfsemi HNLFÍ. Landnotkun á lóðinni verður „Samfélagsþjónusta (S)” með heimild fyrir verslun- og þjónustu (hótelstarfssemi) og íbúðarnotkun (starfsmannaíbúðir) að hluta til.
b. Á lóð sem stofnuð verður út úr lóðinni Grænamörk 10 er fyrirhuguð heilsutengd hótelstarfssemi. Á lóðinni Þelamörk 61 er fyrirhuguð starfssemi tengd fyrirhugaðri hótelstarfssemi og starfssemi HNLFÍ. Landnotkun á þessum tveimur lóðum verður „Verslun og þjónusta (VÞ)” með heimild fyrir samfélagsþjónustu og íbúðarnotkun að hluta til.
c. Í Lækjarbrún er hrein íbúðarbyggð. Landnotkun þar verður „Íbúðarbyggð (ÍB)”.
d. Breytingar á töflum 4.2 og 4.4 stafa aðallega af aðlögun töflunnar að því að ekki er lengur um blandaða landnotkun að ræða fyrir reitinn. Lóðarstærðir stækka því til muna. Leyfilegt byggingarmagn er aukið fyrir lóðir NLFÍ og ennfremur breytist hámarkshæð húsa úr 1-2 hæðir í 1-3 hæðir, sjá töflu 4.4.
Að öðru leyti haldast skilmálar fyrir reitinn óbreyttir.
Undirritaður leitar hér með eftir umsögnum almennings um skipulagslýsinguna. Umsagnir skulu vera skriflegar og sendar skipulags- og byggingarfulltrúa Hveragerðisbæjar að Sunnumörk 2, 810 Hveragerði eða á netfangið gfb@hveragerði.is
Skipulags- og byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar