Grænmetismarkaður opnar

á bílastæði Leikfélags Hveragerðis við hliðina á gamla Eden föstudaginn 13. júlí

skrifað 10. júl 2012
byrjar 12. júl 2012
 
grænmetismarkaðurgrænmetismarkaður

Opið verður allar helgar fram á haust:
föstudaga kl 14:00 - 18:00
laugardaga og sunnudaga kl. 12:00 - 18:00.

Nýtt grænmeti úr gróðurhúsum og nýupptekið útigrænmeti verður í boði um leið og það þroskast.
Tómatar, gúrkur, paprika, salat, kál, rófur, gulrætur, kartöflur, hnúðkál, púrra, sellerí og fleira.
Hver veit nema bleikja og heimagerð hrossabjúgu fái að vera með.

Verið velkomin
Hjörtur Benediktsson.