Samningur við Crossfit Hengil framlengdur

skrifað 10. apr 2015
Aldís bæjarstjóri, María Rún og Heiðar IngiAldís bæjarstjóri, María Rún og Heiðar Ingi

Nýtt samkomulag um afnot af kjallara íþróttahússins fyrir Hengil, líkamsrækt var framlengdur um eitt ár. Starfsemin er búin að festa sér sess í líkamsræktarflóru bæjarins og fer ört vaxandi.

Nú um þessar mundir æfa 13 sterkir crossfittarar allstaðar að úr Evrópu í stöðinni. Hópurinn er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í crossfit með Björgvini Karli undir leiðsögn danska lyftingaþjáfarans Erik Lau Kelner. Þetta er í annað sinn á árinu sem þau koma í Hengil í æfingabúðir en hópurinn gistir í Frumskógum.