Frábær sigur hjá stelpunum

skrifað 10. apr 2013
Hamarsstelpur fögnuðu vel í leikslokHamarsstelpur fögnuðu vel í leikslok

Hamarsstelpur unnu frábæran sigur á liði Stjörnunnar, 73 - 59, í úrslitaeinvígi um sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð. Mikil stemmning var í troðfullri stúkunni í Hveragerði en Arion banki bauð öllum á leikinn.

Helstu tölfræðiþættir: Íris 23 stig/8 stoðsendingar/5 stolna, Marín 22 stig/15 fráköst/4 varin skot, Jenný 9 stig/6 fráköst, Álfhildur 5 stig/8 fráköst, Bjarney 5 stig, Dagný Lísa 5 stig, Katrín 4 stig.

Við óskum stelpunum til hamingju með frábæran árangur í vetur

Íris og Marín voru frábærar í kvöld. Mynd ÓskarÓ