Mikil ánægja með nýja gólfið

skrifað 08. okt 2012
Krökkunum fannst gólfið svo flott á litinnKrökkunum fannst gólfið svo flott á litinn

„Við erum himin lifandi“ sagði yfirþjálfari yngri flokkana í körfubolta, með nýja íþróttagólfið sem var lagt nú í byrjun haustsins í íþróttahúsinu við Skólamörk.

Nýja íþróttagólfið er frá Connor í Bandaríkjunum en þeir sérhæfa sig í íþróttagólfum, punkt eða flatfjaðrandi. Connors er einnig umhverfisvænt fyrirtæki sem plantar fleiri trjám en þeir fella. Stepp ehf / Parket&Gólf er söluaðili Connors íþróttagólfa hér á landi og voru gólflagningamenn frá Horn í horn sem lögðu gólfið og sáu um allan frágang. Mörg alþjóðleg íþróttasambönd gefa gólfinu sinn gæðastimpil eins og Körfuknattleiks-, handknattleiks- og badmintonsambandið.