Markaðssvæði á Blómstrandi dögum

skrifað 08. ágú 2012
Fallegt handverk og margt fleiri er til sölu og sýnisFallegt handverk og margt fleiri er til sölu og sýnis

Nú líður senn að Blómstrandi dögum í Hveragerði og verður haldinn markaður í Handmenntahúsi Grunnskólans sem stendur við aðal götuna. Markaðurinn verður haldinn á laugardeginum þann 18. ágúst frá klukkan 12 - 18 og kostar dagurinn 3.000 krónur, borð eru innifalin í því. Það er hægt að skoða dagskrá Blómstrandi daga á vef Hveragerðisbæjar <www.hveragerdi.is> og má þar sjá að á laugardeginum verður Ísdagurinn hjá Kjörís en þá er öllum Íslendingum boðið upp á ís af hinum ýmsu bragðtegundum og hefur verið vinsælt af borgarbúum og fleirum að fá sér bíltúr í Hveragerði og smakka ísinn og labba svo um bæinn og kíkja m.a. á handverksmarkaðinn okkar.

Vinsamlegast hafið samband og látið vita ef þið hafið áhuga á að vera með og hvað þið hafið til sölu.

Kær kveðja. Ragnhildur, blomstrandidagar@gmail.com