Sólarkaffi í Hamarshöll

skrifað 08. feb 2013
Steinar, Ágústa og Óli Jó á góðri stundu í HamarshöllSteinar, Ágústa og Óli Jó á góðri stundu í Hamarshöll

Steinar, starfsmaður Hamarshallar tók eftir því í vikunni að loksins náði sólin upp fyrir Hamarinn og lýsti upp Hamarshöllina. Að því tilefni bakaði hann vöfflur og bauð samstarfsmönnum í kaffi.

Það er ekki algengt að við Sunnlendingar getum boðið upp á sólarkaffi eins og tíðkast víða í fjörðum á landsbyggðinni. Í Ólafsvík fagna menn sólarkomu í janúar þegar sólin kemur loksins upp fyrir Ennið og Ísfirðingar þegar sólin fer að sjást í Sólgötunni. Hér í Hveragerði erum við það lánsöm að sjá sólina allan ársins hring í bænum en Hamarinn skyggir á Vorsabæjarvelli fyrir ofan Hamarinn hluta úr vetri.

Vonandi verður sólarkaffið árlegur viðburður hjá Steinari því hann er snillingur í vöfflubakstri.

Flott myndataka hjá Ingimari Guðmundssyni