Hjálparsveit Skáta í Hveragerði færir leikskólabörnum á Óskalandi gjafir

skrifað 07. nóv 2013
byrjar 07. nóv 2013
 
Endurskinsmerki_Óskaland nóv 2013Endurskinsmerki_Óskaland nóv 2013

Í morgun 7.nóvember kom góður gestur í heimsókn í Óskaland. Birna Dögg frá Hjáparsveit Skáta Hveragerði kom færandi hendi með endurskinsmerki og bókamerki handa öllum börnum í leikskólanum. Hún fræddi börnin einnig um mikilvægi þess að vera með endurskinsmerki í skammdeginu. Við þökkum Hjálparsveitinni innilega fyrir og minnum alla á að gæta fyllsta öryggis í skammdeginu.