Hreyfivikan gekk vel

skrifað 07. okt 2014
Birkir Sveinsson starfsmaður KSÍ og Hjalti Helgason formaður HamarsBirkir Sveinsson starfsmaður KSÍ og Hjalti Helgason formaður Hamars

Hreyfivikan í Hveragerðisbæ gekk vel þó að veðurguðirnar hafi ekki verið okkur mjög hliðhollir. Boðið var upp á skipulagðar gönguferðir, þrautabraut í sundlauginni, ratleik um bæinn og margt fleira.

Hápunktur vikunnar var fjölskyldudagur í Hamarshöllinni í umsjón Íþróttafélagsins Hamars þar sem allir léku sér saman í skotbolta, brennó, golfi, fótbolta, körfu og fleiru. Ingó veðurguð kom og skemmti. Margir lögðu leið sína í höllina til að fara í leiki og fá sér ís í boði Kjörís. Evrópska hreyfivikan Move week vekur okkur til umhugsunar um gildi hreyfingar og samveru og var ánægjulegt hve margir tóku þátt.

Ingó kom og skemmtiKjörísinn var vinsællStelpurnar í fimleikadeildinni buðu upp á andlitsmálninguÞessir mættu með börnum sínum og sýndu gamla taktaÞað var gott að hvíla sig á milli leikja og fá sér ísKrakkarnir fengu buff í boði hreyfivikunnar