Trjágróður á mörkum

skrifað 07. sep 2015
byrjar 07. okt 2016
 

Eftir gróskumikið sumar hefur trjágróður vaxið alveg gríðarlega.
Víða hefur vöxturinn farið út fyrir lóðamörk og valdið óþægindum fyrir gangandi og akandi vegfarendur.
Hveragerðisbær hvetur garðeigendur til að klippa trjágróður sinn þar sem hann leitar út fyrir lóðamörk og er til trafala fyrir göngufólk og vélknúin ökutæki. Árstíminn ætti ekki að hindra fólk til framkvæmda. Haustið er mjög góður tími til trjáklippinga.
Samkvæmt byggingareglugerð nr. 112/2012 gr 7.2.2 hafa garðeigendur þá skyldu að halda gróðri innan lóðamarka. Ef því verður ekki sinnt má búast við að trjágróðurinn verði klipptur að lóðamörkum á kostnað lóðareiganda.
Sjá Byggingareglugerð nr. 112/2012 http://www.mannvirkjastofnun.is/library/Skrar/Byggingarsvid/Byggingarreglugerd/Bygg.regluger%C3%B0_skj%C3%A1.pdf

Á meðfylgjandi mynd (sjá hlekk hér neðar) má sjá þau mál sem ber að virða þegar trjágróður er snyrtur á lóðamörkum.

Ari Eggertsson umhverfisfulltrúi