Friðarhlauparar komu í bæinn

skrifað 07. júl 2015
Allur hópurinn við friðartréð sem er Askur.Allur hópurinn við friðartréð sem er Askur.

Tilefnið var alþjóðlegt friðarhlaup, kyndilboðhlaup, sem fram fer um allan heim í þeim tilgangi að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Yfir 100 lönd í öllum heimsálfum taka þátt í hlaupinu og er þetta í 10. skipti sem hlaupið er í kringum Ísland.

Um 40 börn úr vinnuskóla bæjarins tóku á móti hlaupurunum og hlupu með þeim upp aðalgötuna inn í Lystigarðinn á Fossflöt en þar var stutt athöfn við friðartréð sem var plantað fyrir tveimur árum. Spjallað var um friðarhlaupið, tilgang þess og farið í orðaleiki. Í lokin afhentu forsvarsmenn friðarhlaupsins Jóhönnu Hjartardóttur menningar- og frístundafulltrúa viðurkenningarskjal með þakklæti fyrir móttökurnar.

Krakkarnir úr vinnuskólanum hlupu með friðarkyndilinn Friðarhlauparnir ásamt Jóhönnu menningar og frístundafulltrúa