Leikskólinn Undraland með verkefni í tengslum við bæjarhátíðina Blóm í bæ – Græna byltingin.

skrifað 07. jún 2019
byrjar 07. jún 2019
 
2

Vegna bæjarhátíðarinnar Blóm í bæ - Græna byltingin helgina 14.-17. júní næstkomandi var ákveðið að leikskólinn tæki þátt með þemaverkefninu

"Tré - fyrir fólk framtíða"

Einkunnarorð hátíðarinnar er m.a. sjálfbærni og umhverfishyggja. Var því ákveðið að gróðursetja fallegt tré á leikskólalóðinni og börn leikskólans vinna þessa dagana myndlistarverk sem sýnd verða í Sunnumörk á hátíðardögunum.
Tréð sem var gróðursett er Hlynur og til gamans má geta eru einingakubbar leikskólans framleiddir úr sömu trjátegund. Markmið verkefnisins er að gera börnin meðvitaðri um náttúruna okkar og munu þau sjá um vökvun trésins í sumar.

http://blomibae.is/

blomibae

345blomibae_nametag (1)