Hátíðarfundur bæjarstjórnar

skrifað 07. jún 2016
Bæjartákn HveragerðisbæjarBæjartákn Hveragerðisbæjar

478. fundur bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar verður haldinn í Þinghúsinu, Breiðumörk 25, 9. júní n.k. og hefst fundurinn kl. 17:00. Um er að ræða hátíðarfund bæjarstjórnar í tilefni af 70 ára afmæli bæjarfélagsins. Allir velkomnir !


Boðað er til 478. fundar bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar sem haldinn verður í Þinghúsinu, Breiðumörk 25, 9. júní 2016 og hefst fundurinn kl. 17:00.

Um er að ræða hátíðarfund bæjarstjórnar í tilefni af 70 ára afmæli bæjarfélagsins.
Fyrsti liður á dagskrá er ávarp bæjarstjóra í tilefni af þessum tímamótum en að öðru leyti eru dagskrárliðir hefðbundnir þó að þess sjáist merki að um tímamótafund er að ræða.

Á fundinum verður í tilefni dagsins boðið uppá þjóðlegar kaffiveitingar fyrir alla gesti en fundurinn er opinn öllum til áheyrnar eins og bæjarstjórnarfundir ávallt eru.

Bæjarfulltrúar vilja hvetja sem flesta til að koma og vera með okkur á þessum fundi og njóta um leið hins viðeigandi umhverfis í Þinghúsinu við Breiðumörk.

Hægt er að mæta og staldra stutt við en ekki er nauðsynlegt að dvelja allan fundinn þó mætt sé á staðinn.

Í viðhengi hér fyrir neðan er dagskrá fundarins í heild sinni.

Bæjarstjóri