Óskað er eftir tilnefningum um fallega og vel hirta garða.

skrifað 07. jún 2013
Óskað er eftir tilnefningum um fallega og vel hirta garða.

Hveragerðisbær óskar eftir tilnefningum um garða sem á einhvern hátt skara framúr og eru eigendum og bæjarfélaginu til sóma.

Tilnefningar skal senda með tölvupósti á kristinn@hveragerdi.is eða hringja inn á bæjarskrifstofur í síma 483 4000. Tilnefningum skal skilað inn fyrir 18. júní 2013 og verða viðurkenningarnar veittar laugardaginn 22. júní. Þann dag efnir Hveragerðisbær í samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands til garðagöngu og garðaskoðunar í Hveragerði.

Viðurkenningin er þakklæti til garðeigenda sem hafa með natni lagt vinnu og tíma í að skapa fallegt umhverfi. Jafnframt er viðkenningin hvatning til bæjarbúa að leggja rækt við garðinn sinn en fallegar og velhirtar lóðir hafa jákvæð áhrif á allt okkar samfélag bæði íbúa og gesti.