Dagur leikskólans í leikskólanum Undralandi

Undraland

skrifað 07. feb 2012
leikskoladagur1leikskoladagur1

Ár hvert er 6. febrúar haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins.

Ár hvert er 6. febrúar haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins. Markmið dagsins er að gera leikskólann sýnilegan og minna á það skemmtilega og gefandi starf sem þar er unnið.

Við á Undralandi fórum í skrúðgöngu niður að brúnni við Grunnskólann og sendum af stað flöskuskeyti með myndum eftir börnin og upplýsingum um leikskólann okkar. Börnin höfðu ýmsar hugmyndir um staði sem skeytin gætu fundist á og vonandi rætast einhverjar þeirra.

Kveðja frá öllum í leikskólanum Undralandi, Hveragerði.

leikskoladagur2leikskoladagur3