Fjölskyldu- og aðventuhátíð á sunnudaginn

skrifað 05. des 2014
Jólatréð er glæsilegt í vetrarbúningiJólatréð er glæsilegt í vetrarbúningi

Aðventuhátíð Hveragerðiskirkju verður næstkomandi sunnudag kl. 11. Fjölbreytt tónlistardagskrá. Hugvekju flytur Guðrún Eva Mínervudóttir, rithöfundur.

Ljósin verða tendruð á bæjarjólatrénu á sunnudaginn, 7. desember kl. 17. Fjölskylduskemmtun verður í Smágörðunum og munu jólasveinar koma úr Reykjafjalli. Skátarnir í Stróki bjóða öllum uppá heitt kakó.

Um kvöldið kl. 20 verða jólatónleikar Söngsveitarinnar í Hveragerðiskirkju.

Jólasveinar koma í heimsóknJólatónleikar Söngsveitarinnar verða í kirkjunni