Jólagluggarnir opnast hver af öðrum

skrifað 05. des 2012
Fyrsti jólaglugginn opnaðist við skátaheimiliðFyrsti jólaglugginn opnaðist við skátaheimilið

Í dag var opnaður fimmti jólaglugginn í jóladagatali bæjarins. Leikskólabörn frá Undralandi komu við opnunina sem var í Hverabakaríi. Börnunum var boðið upp á góðgæti og brostu þau sínu blíðasta af spenningi þegar Fríða Ágústa afhjúpaði jólagluggann en þema gluggans var jólahjörtu.

Það er góð heilsubót fyrir fjölskyldur að ganga um bæinn og skoða jólagluggana sem eru hver öðrum fallegri. Við minnum á jólaleikinn en í nokkrum gluggum er falinn bókstafur. Skólabörn fá jólagluggakort með sér heim úr skólanum núna næstu daga. Einnig er hægt að nálgast jólagluggaleikinn hjá þjónustuaðilum í bænum.

Heppin fjölskylda fær gjafakörfu frá þjónustuaðilum í bænum fyrir rétta lausn í jólaorðaleiknum.

Annar jólaglugginn opnaðist í Garðyrkjustöð IngibjargarAlmar bakari opnaði þriðja jólagluggannfjórði jólaglugginn er í Blómaborg
Leikskólabörn frá Undralandi heimsóttu Helgu í Blómaborg  Eldri borgarar bæjarins fara í göngutúr á þriðjudögum og voru jólagluggar skoðaðir í þessari viku