Útsvarslið okkar er tilbúið til leiks

skrifað 05. nóv 2012
Útsvarsliðið 2012Útsvarsliðið 2012

Næstkomandi föstudagskvöld mun útsvarslið okkar hvergerðinga mæta til leiks. Liðsmenn nú eru þau Eva Harðardóttir, Pálína Sigurjónsdóttir og Úlfur Óskarsson.

Eins og síðastliðin ár munu 24 sveitarfélög etja kappi í sjónvarpssal RÚV í spurningaþættinum Útsvar. Þetta er sjötti vetur þessa æsispennandi og vinsæla spurningaþáttar og er þátturinn sýndur á föstudagskvöldum, eins og venja hefur verið.

Við óskum þeim, Evu, Pálu og Úlfi alls hins besta í komandi keppni.