Fjórða og seinasta Lýðheilsugangan er miðvikudaginn 25. september.

skrifað 05. sep 2019
byrjar 25. sep 2019
 
lýð3

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands (FÍ).

Göngur verða vítt og breitt um landið nú í september. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00.

Hulda Svandís Hjaltadóttir verður göngustjóri í Hveragerði. Lagt verður af stað frá íþróttahúsinu v/Skólamörk í Hveragerði, miðvikudaginn 25. september, kl. 18:00. Gengið upp gömlu Kamba.

Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.

Allar upplýsingar um göngustaði vítt og breitt um landið má nálgast á heimasíðu verkefnisins. http://www.fi.is/lydheilsa/

Vonandi reima sem flestir á sig gönguskóna með okkur á miðvikudögum í september, fara út í náttúruna og njóta fallega landsins okkar.

LIFUM OG NJÓTUM!